Hoppa yfir valmynd
11. september 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra bauð forsetahjónum Indlands til hádegisverðar á Þingvöllum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, á Þingvöllum í dag - myndGunnar Geir Vigfússon

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, bauð Shri Ram Nath Kovind, forseta Indlands, og Savita Kovind, forsetafrú, til hádegisverðar í Ráðherrabústaðinn á Þingvöllum. Þau ræddu loftslagsmál og möguleika Íslands og Indlands á auknu samstarfi á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Þá ræddu þau kynjajafnréttismál og fæðingarorlof. Að lokum ræddu þau nýafstaðnar kosningar á Indlandi og stöðu mála í Kasmír.

Hádegisverðurinn var í tengslum við heimsókn forseta Indlands. Hún hófst með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum í gærmorgun þar sem m.a. var undirritaður samstarfssamningur um sjávarútvegs- og fiskeldismál, samningur um gagnkvæmt áritunarfrelsi fyrir handhafa diplómatískra vegabréfa og þjónustuvegabréfa og menningarsamningur um að efla samskipti landanna á menningarsviðinu meðal annars með því að hvetja til skiptiheimsókna lista- og fræðimanna og styðja við uppsetningar sýninga, þýðingar og rekstur menningarhátíða. Þá flutti forsetinn m.a. fyrirlestur í Háskóla Íslands um áherslur Indlands og Íslands á umhverfismál og heimsótti höfuðstöðvar Marel.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

 Jafnrétti kynjanna
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira