Hoppa yfir valmynd
16. september 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fjallar um velsældarmarkmið á alþjóðlegri ráðstefnu um velsældarhagkerfi

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um uppbyggingu velsældarhagkerfa ásamt Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra, Derek Mackay fjármála- og efnahagsráðherra Skotlands, Angel Gurría, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Kristínu Völu Ragnarsdóttur prófessor við Háskóla Íslands í Háskóla Íslands í morgun.

Ráðstefnan var haldin af forsætisráðuneytinu í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið, WellBeing Economy Governments (WEGo) samtökin og OECD. Fjallað var um hvernig ríki geta mótað öflug og sjálfbær samfélög sem stuðla að velsæld íbúa með því að horfa á þætti eins og heilsu, félagsauð og umhverfið sem mælikvarða á lífsgæði en ekki eingöngu hagvöxt og þjóðarframleiðslu sem tíðkast hefur um langt skeið. Þá voru kynntar tillögur nefndar að velsældarmælikvörðum fyrir Ísland sem eru lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi

Forsætisráðherra fjallaði um hvernig ríkisstjórnin hefur verið að taka afgerandi skref til að innleiða velsældarnálgunina í stefnur stjórnvalda:

„Búið er að skila tillögu að 39 félagslegum, umhverfislegum og efnahagslegum mælikvörðum sem eru lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi. Félagslega víddin leggur áherslu á heilsu, menntun, félagsauð, öryggi og jafnvægi í starfi og leik. Efnahagslega víddin leggur áherslu á atvinnu, hagkerfið, húsnæði og tekjur. Umhverfisvíddin fjallar um loftgæði og loftslag, landnotkun, orku, úrgang og endurvinnslu. Ekki má gleyma því að mæling velsældar er ekki markmið í sjálfu sér. Til að þessir mælikvarðar stuðli að betri lífsgæðum þarf að innleiða þá í stefnumótun, fjármálaáætlun stjórnvalda og framkvæmd."

 

Upptaka frá ráðstefnunni

  • f.v. Dr. Gary Gillespie, efnahagsráðgjafi skosku heimastjórnarinnar, Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Derek Mackay, fjármála- og efnahagsráðherra Skotlands, Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD og Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum