Hoppa yfir valmynd
17. september 2019 Forsætisráðuneytið

Samantekt frá málþingi þjóðaröryggisráðs „Samtal um fullveldi og þjóðaröryggi“ birt

Gefin hefur verið út samantekt frá málþingi þjóðaröryggisráðs „Samtal um fullveldi og þjóðaröryggi“ sem fór fram í Hörpu 23. nóvember 2018 í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst, Háskólann á Akureyri og Listaháskóla Íslands.

Á málþinginu var fjallað um fullveldishugtakið með tilliti til þjóðaröryggis; hvernig það hefur þróast frá 1918 og hvaða áhrif hnattræn þróun, tæknileg þróun og loftslagsbreytingar kunna að hafa á inntak fullveldishugtaksins, alþjóðleg samskipti og þjóðaröryggi. Viðfangsefni og áherslur málþingsins tóku mið af markmiði þjóðaröryggisstefnunnar sem er að tryggja sjálfstæði Íslands og fullveldi, tryggja friðhelgi landamæra Íslands og öryggi borgaranna, tryggja vernd stjórnkerfisins og grunnvirkja samfélagsins.

Samantekt frá málþingi þjóðaröryggisráðs - Samtal um fullveldi og þjóðaröryggi


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira