Hoppa yfir valmynd
19. september 2019 Forsætisráðuneytið

Alþjóðlegri #metoo-ráðstefnu lokið

Alþjóðlegri ráðstefnu um áhrif #metoo bylgjunnar lauk í Hörpu í dag með umfjöllun um Norðurlöndin og framtíð hreyfingarinnar. Tæplega 20 konur stigu á svið og deildu stuttum hugleiðingum um framhald #metoo. Í kjölfarið slógu Reykjavíkurdætur lokataktinn og ráðstefnunni var slitið formlega.

Um áttatíu fyrirlesarar tóku þátt í ráðstefnunni og gestir voru alls tæplega 800 talsins. Þetta er því ein viðamesta ráðstefna um áhrif #metoo sem haldin hefur verið. 

Ráðstefnan er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og var skipulögð í samvinnu við RIKK – rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Við bindum vonir við að þessi ráðstefna verði til þess að viðhalda slagkrafti #metoo-hreyfingarinnar, bæði hér heima og alþjóðlega. Við drögum af ráðstefnunni fjölmarga lærdóma, ekki síst þann að ef við viljum sjá árangur af aðgerðum okkar, verðum við að tryggja að veruleiki allra kvenna samfélagsins sé endurspeglaður í stefnumótun í hvívetna.“

„Norðurlöndin þykja almennt standa vel að vígi í jafnréttismálum en #metoo bylgjan sýndi svart á hvítu hvað við eigum enn langt í land og ef við tökumst ekki á við aðrar mismununarbreytur samhliða kyni mun okkur ekki takast vel til. Ég skynjaði mikinn samhug meðal norrænna kollega minna hvað þetta varðar. En þetta er auðvitað samfélagslegt viðfangsefni og við þurfum hvert og eitt að leggja okkar lóð á vogarskálarnar.“

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira