Hoppa yfir valmynd
25. september 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Aukin þjónusta við fólk með heilaskaða

Reykjalundur - myndMynd: Heilbrigðisráðuneytið

Hópmeðferð fyrir fólk sem hlotið hefur heilaskaða verður efld á Reykjalundi með aukinni aðkomu sérhæfðra starfsmanna. Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga við Reykjalund um þessa þjónustu.

Sérfræðingar og samtök sjúklinga hafa um skeið bent heilbrigðisráðuneytinu á að heilbrigðisþjónustu og ýmsum stuðningi við fólk sem glímir við alvarlega heilaáverka og heilaskaða sé í ýmsu áfátt. Til að bregðast við þessum ábendingum fól ráðherra starfshópi að fara yfir stöðuna og leggja til úrbætur. Starfshópurinn skilaði ráðherra skýrslu með tillögum sínum í júní síðastliðnum og er þar meðal annars lagt til að efla hópmeðferð á Reykjalundi fyrir þá sjúklinga sem hér um ræðir.

Til ráðstöfunar í verkefnið er föst fjárveiting sem nemur tuttugu milljónum króna á ári. Í samningnum verður kveðið á um eðli þjónustunnar, magn og gæði. Gert er ráð fyrir að samningurinn gildi til allt að fimm ára.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira