Hoppa yfir valmynd
26. september 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra flytur ávarp á fundi um skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar

Forsætisráðherra flytur opnunarávarp á kynningarfundi um skýrslu IPCC - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hélt opnunarávarp á kynningarfundi um skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í gær.

Skýrslan fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og freðhvolfið og dregur saman nýjustu og ítarlegustu upplýsingar um áhrif breytinganna á jökla og höf sem hvor tveggja snertir Ísland með beinum hætti.

Höfundar skýrslunnar fóru yfir helstu niðurstöður og fundarstjóri var Dr. Phil Duffy, fyrrum aðalráðgjafi Hvíta hússins varðandi loftslagsbreytingar og vísindi í tíð Barack Obama. Fundinn sat fólk úr vísindaheiminum, fjölmiðlar, embættismenn og fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum.

Þá tók forsætisráðherra þátt í umræðum hjá UN Women og Alþjóðasamtökum kvenþjóðarleiðtoga (e. Council of Women World Leaders) í gær og fór yfir hvaða aðgerðir hafi skilað árangri í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og hvar aðgerða væri þörf. Forsætisráðherra var jafnframt útnefnd alþjóðlegur talsmaður jafnréttismála í tengslum við herferð UN Women um jafnréttiskynslóðina (Generation Equality: Realizing women’s rights for an equal future).

 

Opnunarávarp forsætisráðherra

Skýrsla IPCC

  • Forsætisráðherra flytur ávarp á fundi um skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar  - mynd úr myndasafni númer 1
  • Forsætisráðherra flytur ávarp á fundi um skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar  - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum