Hoppa yfir valmynd
2. október 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Kynningarfundur um úthlutun styrkja af safnliðum fjárlaga 2019 haldinn 8. október

Styrkir til íslenskra félagasamtaka vegna verkefna sem heyra undir málefnasvið félagsmálaráðuneytisins eru auglýstir í október ár hvert. Kynningarfundur um úthlutun styrkja af safnliðum fjárlaga verður haldinn á Nauthól þriðjudaginn 8. október klukkan 14.00. Á fundinum verður farið yfir reglur sjóðsins og kynntar áherslur félags- og barnamálaráðherra í ár. 

Veittir eru styrkir til afmarkaðra verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf samkvæmt áherslum félags- og barnamálaráðherra hverju sinni. Styrkir eru ekki veittir til lengri tíma en eins árs í senn. Þá má meðal annars veita til verkefna sem felast í því að:

  • Útbúa fræðsluefni og standa fyrir fræðslustarfsemi.
  • Vera málsvari og standa vörð um hagsmuni félagsmanna.
  • Bjóða upp á stuðning og ráðgjöf.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum