Hoppa yfir valmynd
2. október 2019 Félagsmálaráðuneytið

Kynningarfundur um úthlutun styrkja af safnliðum fjárlaga 2019 haldinn 8. október

Styrkir til íslenskra félagasamtaka vegna verkefna sem heyra undir málefnasvið félagsmálaráðuneytisins eru auglýstir í október ár hvert. Kynningarfundur um úthlutun styrkja af safnliðum fjárlaga verður haldinn á Nauthól þriðjudaginn 8. október klukkan 14.00. Á fundinum verður farið yfir reglur sjóðsins og kynntar áherslur félags- og barnamálaráðherra í ár. 

Veittir eru styrkir til afmarkaðra verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf samkvæmt áherslum félags- og barnamálaráðherra hverju sinni. Styrkir eru ekki veittir til lengri tíma en eins árs í senn. Þá má meðal annars veita til verkefna sem felast í því að:

  • Útbúa fræðsluefni og standa fyrir fræðslustarfsemi.
  • Vera málsvari og standa vörð um hagsmuni félagsmanna.
  • Bjóða upp á stuðning og ráðgjöf.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira