Hoppa yfir valmynd
4. október 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Landskönnun á mataræði Íslendinga að hefjast

Embætti landlæknis í samvinnu við Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands eru um þessar mundir að hefja landskönnun á mataræði og neysluvenjum landsmanna. Tilgangur könnunarinnar er að fylgjast með mataræði þjóðarinnar, þróun þess og breytingum. Hliðstæð könnun var síðast framkvæmd 2010-2011 en ástæða er til að ætla að breytingar hafi átt sér stað á mataræðinu frá þeim tíma.

Frá þessu er sagt á vef Embættis landlæknis. Eins og segir í tilkynningu ræðst heilsa hverrar þjóðar að miklu leyti af lifnaðarháttum og er mataræði þar einn af áhrifamestu þáttum. Niðurstöður könnunarinnar munu því nýtast við lýðheilsustarf, áhættumat vegna matvælaöryggis, við neytendavernd og í stefnumótun stjórnvalda. Því vilja skipuleggjendur könnunarinnar hvetja alla, sem haft verður samband við, til þátttöku og að stuðla þannig að því að lýðheilsustarf á sviði næringar verði byggt á traustum og góðum upplýsingum um mataræði og neysluvenjur þjóðarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira