Hoppa yfir valmynd
7. október 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Umsóknir um styrki á sviði lista og menningararfs og stofnstyrki til íþrótta- og æskulýðsmála

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki af safnliðum á sviði lista og menningararfs og stofnstyrki til íþrótta- og æskulýðsmála.

Veittir eru styrkir til annarra en ríkisaðila þ. e. félaga, samtaka eða einstaklinga vegna verkefna á árinu 2020 sem ekki njóta lögbundins stuðnings eða falla undir sjóði eða sérstaka samninga. Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á umsóknarvef Stjórnarráðsins (http://minarsidur.stjr.is).

Nánari upplýsingar um skilyrði umsókna og mat á þeim er að finna hér
Umsóknarfrestur er til kl. 24:00, mánudaginn 4. nóvember 2019.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira