Hoppa yfir valmynd
10. október 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn – áhersla á forvarnir gegn sjálfsvígum

Forsíða bæklings WHO um forvarnir gegn sjálfsvígum - myndAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO)

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) helgar alþjóðageðheilbrigðisdaginn sem er í dag, 10. október, forvörnum gegn sjálfsvígum. Á vef stofnunarinnar má m.a. finna fræðslumyndband fyrir kennara ásamt einblöðungum með upplýsingum fyrir ólíka markhópa, t.d. kennara, blaðamenn, heilbrigðisstarfsfólk, lögreglu og marga fleiri þar sem fjallað er um forvarnir gegn sjálfsvígum.

Að því er fram kemur í upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru sjálfsvíg önnur algengasta dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15–29 ára, sjálfsvígstíðni er hæst meðal þjóða þar sem tekjur eru hvað hæstar og sjálfsvígstíðni hjá þeim sömu þjóðum er nærri þrefalt hærri hjá körlum en konum. Talið er að á heimsvísu látist nærri 800.000 einstaklingar ár hvert í sjálfsvígum og um tuttugufalt fleiri einstaklingar gera tilraun til sjálfsvígs.

Forvarnir skila árangri

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur áherslu á að með forvörnum sé hægt að sporna við sjálfsvígum og helgar sem fyrr segir alþjóðageðheilbrigðisdaginn fræðslu um sjálfsvígsforvarnir.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira