Hoppa yfir valmynd
12. október 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fundur mennta- og menningarmálaráðherra Íslands og Grænlands

Ane Lone Bagger ráðherra mennta-, menningar- og utanríkismála í grænlensku landsstjórninni og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.  - mynd

Ane Lone Bagger ráðherra mennta-, menningar- og utanríkismála í grænlensku landsstjórninni fundaði í dag með Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Ráðherrarnir ræddu samstarf og tengsl landanna og þá möguleika sem felast í auknum samskiptum þeirra á sviði mennta- og menningarmála. Grænlenski ráðherrann er stödd hér á landi í tilefni af ráðstefnu Hringborðs norðursins þar sem hún var meðal ræðumanna.

Á fundi sínum ræddu ráðherrarnir meðal annars fyrirhugaða vísindaviku sem haldin verður á Grænlandi í byrjun desember.

„Við metum mikils það góða samband sem ríkir milli Íslands og Grænlands og viljum efla okkar samvinnu til framtíðar, þar tel ég vera mörg sóknarfæri,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra að fundi loknum.

Mikilvægur áfangi náðist í samskiptum þjóðanna þegar grænlensk stjórnvöld opnuðu sendiskrifstofu á Íslandi í október í fyrra og verður það án efa til að efla enn frekar samstarf Íslands og Grænlands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta