Hoppa yfir valmynd
23. október 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Morgunfundur um netárásir á fyrirtæki - skráning

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök atvinnulífsins standa að morgunfundi um netógnir sem steðja að fyrirtækjum um allan heim. Fundurinn verður haldinn á Grand hótel (Háteigi) fimmtudaginn 31. október milli kl. 8:30-10 í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum í október. 

Á fundinum mun einn af æðstu yfirmönnum norska orkurisans Norsk Hydro segja frá alvarlegri netárás á fyrirtækið og lærdómi sem draga megi af henni. Fyrirlesari frá Norska tækniháskólanum mun m.a. fjalla um miðstöð sem sett hefur verið upp til að æfa varnir gegn árásum á stofnanir og fyrirtæki. Loks munu tveir öryggissérfræðingar frá Landsbankanum fjalla um leiðir til að halda vöku sinni varðandi netógnir framtíðar. 

Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8 en dagskrá hefst kl. 8.30. Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig. Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á vef Stjórnarráðsins.

Dagskrá

  • Netárásin á Norsk Hydro – hvað gerðist, hvernig voru viðbrögð okkar og hvað lærðum við?
    Halvor Molland, framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá norska stórfyrirtækinu Norsk Hydro

  • Samvinna um netöryggi á milli háskóla, yfirvalda og atvinnulífsins  
    Nils Kalstad, deildarstjóri upplýsingaöryggis- og fjarskiptadeildar Norska tækniháskólans, NTNU

  • Verum vakandi
    Öryggissérfræðingar Landsbankans

  • Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira