Hoppa yfir valmynd
24. október 2019 Forsætisráðuneytið

Ráðherrar funduðu í ráðherranefnd um jafnréttismál

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál.

Á fundinum var gerð grein fyrir vinnu forsætisráðuneytisins við heildarendurskoðun jafnréttislaga og dómsmálaráðherra fjallaði um áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu og stöðu vinnu á því sviði. Þá gerði utanríkisráðherra grein fyrir skýrslu Alþjóðabankans um lagalega stöðu kvenna í tengslum við atvinnuþátttöku (Women, Business and the Law 2019). Þá var m.a. fjallað um jafnlaunavottun og fleira sem framundan er á vettvangi jafnréttismála.

Fundinn sátu, auk forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

10. Aukinn jöfnuður

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum