Hoppa yfir valmynd
25. október 2019 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin veitir styrk vegna afmælishátíðar og alþjóðlegra menningarverðlauna til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur

Vigdís Finnbogadóttir - myndKristinn Ingvarsson

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu annars vegar fimm milljónir kr. til afmælishátíðar til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, og hins vegar fimm milljónir kr. til alþjóðlegra menningarverðlauna Vigdísar.

Hinn 15. apríl 2020 verður Vigdís Finnbogadóttir 90 ára og þann 29. júní sama ár verða 40 ár liðin frá sögulegu forsetakjöri hennar. Af sama tilefni hyggjast ríkisstjórn Íslands, Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum koma á fót alþjóðlegum verðlaunum sem veitt verði einstaklingum sem hafa skarað fram úr með störfum sínum í þágu menningar og þá einkum tungumála. Verðlaunin verði kennd við Vigdísi Finnbogadóttur og þau veitt í fyrsta sinn á afmælishátíðinni 15. apríl 2020.

Þá var einnig samþykkt að hin alþjóðlegu menningarverðlaun verði til framtíðar hýst í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og að tryggt verði fjárframlag á fjárlögum til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á hlut ríkisstjórnar Íslands í verðlaununum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum