Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Áform um friðlýsingu votlendissvæðis Fitjaár í Skorradal í kynningu

Víðlent votlendi er við Fitjaá sem er að stærstum hluta á náttúruminjaskrá.  - myndNÍ/Kristbjörn Egilsson

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu votlendis og óshólma Fitjaár í Skorradal sem friðland. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Skorradalshrepp.

Víðlent votlendi er við Fitjaá og er það að stærstum hluta á náttúruminjaskrá. Tillagan nær jafnframt yfir árósa Fitjaár þar sem er að finna fjölbreytt fuglalíf. Starungsmýravist er ríkjandi á svæðinu en hún er á lista Bernarsamningsins yfir vistgerðir sem þarfnast verndar. Einnig eru fjölbreytt mýrargróðursamfélög og vatnaplöntur á svæðinu auk þess sem jarðvegur votlendisins hefur hátt kolefnisinnihald og mikla vatnsgeymd. Svæðið telst því hafa hátt verndargildi.

Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferð náttúruverndarlaga en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár séu kynnt sérstaklega.

Nánari upplýsingar og tillögu að friðlýsingarmörkum má sjá á vef Umhverfisstofnunar 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira