Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2019 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Aukin samvinna hins opinbera og atvinnulífs mikilvæg til að verjast netglæpum

Halvor Molland, framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Norsk Hydro - mynd

Fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum stendur mikil ógn af netárásum og ýmis konar netsvikum óprúttinna aðila. Reynslan sýnir að hver sem er geti orðið fyrir slíku, hvenær sem er. Hættan af netárásum á fyrirtæki og stofnanir voru til umræðu á morgunfundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Samtaka atvinnulífsins á Grand hótel í gær. Það var samdóma álit fyrirlesara að vekja þurfi almenning, atvinnulíf og hið opinbera til vitundar um netógnir samtímans og að stórauka þurfi samstarf hins opinbera og atvinnulífs um forvarnir gegn netárásum og viðbrögð við þeim ef og þegar alvarmál mál koma upp.

Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro varð fyrr á þessu ári fyrir alvarlegri netárás sem lamaði stóran hluta starfsemi fyrirtækisins í langan tíma. Halvor Molland, framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Norsk Hydro, sagði frá reynslu fyrirtækisins og miðlaði þeim lærdómi sem draga megi af henni. Molland sagði að fyrirtækið hafi búið yfir viðbúnaðaráætlun vegna ýmissa stóráfalla en netárásin hafi reynt á þolgæði starfsfólks enda hafi fólk þurfti að starfa án tölvubúnaðar og farsíma fyrst eftir árásina. Hann sagði að gagnsæi og stöðug upplýsingagjöf hafi sköpum í kjölfar netárásarinnar. Mikilvægt hafi verið að miðla upplýsingum stöðugt og af hreinskilni til starfsfólks, viðskiptavina og fjölmiðla. Molland hvatti fyrirtæki og stofnanir að gæta vel að vörum gegn netárásum og undirbúa viðbragðsáætlanir vel. Fyrirtækið hafi unnið náið með yfirvöldum vegna málsins með það að meginmarkmiði að læra af árásinni og koma í veg fyrir að aðrir lentu í sömu sporum.

Í fyrirlestri sínum fjallaði Nils Kalstad, deildarstjóri upplýsingaöryggis- og fjarskiptadeildar Norska tækniháskólans (NTNU), um mikilvægi þess að auka samvinnu um netöryggi á milli háskóla, yfirvalda og atvinnulífsins. Hann fjallaði einnig um miðstöð sem sett hefur verið upp til að æfa varnir gegn árásum á stofnanir og fyrirtæki. Nils er stjórnandi miðstöðvar net- og upplýsingaöryggis (e. Center for Cyber and Information Security) og þar hefur verið þróað netumhverfi (Norwegian Cyber Range) þar sem æfa má viðbrögð við netárásum á stór sem smá samsett kerfi hjá opinberum aðilum og einkafyrirtækjum.

Loks fjölluðu Hákon L. Åkerlund og Ægir Þórðarson öryggissérfræðingar frá Landsbankanum um leiðir til að halda vöku sinni varðandi netógnir framtíðar. Þeir sögðu að netglæpum og tilraunum til fjársvika á netinu hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Svikarar beiti ýmsum brögðum og fjársvikin beinast jafnt gegn einstaklingum og fyrirtækjum. Þeir fóru yfir helstu tegundir fjársvika og sögðu frá leiðum til að verjast þeim. Á umræðuvef Landsbankans er aðgengileg umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

  • Verum vakandi - fræðsluefni um netöryggi á umræðuvef Landsbankans
  • Fyrirlesarar á morgunfundinum, f.v.: Nils Kalstad, Halvor Molland, Ragnhildur Hjaltadóttir, Ægir Þórðarson og Hákon Åkerlund. - mynd
  • Frá morgunfundi ráðuneytisins og Samtaka atvinnulífsins um netárásir á fyrirtæki og stofnanir. - mynd
  • Hópur fólks kom saman í Háskólanum á Akureyri til að fylgjast með beinni vefútsendingu frá fundinum. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum