Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra tekur formlega við námusvæðinu í Bolaöldum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók formlega við námusvæðinu í Bolaöldum í heimsókn í þjóðlenduna Ölfusafrétt og Selvogsafrétt í sveitarfélaginu Ölfusi í morgun.

Forsætisráðherra gekk um svæðið í upphafi heimsóknar og fékk kynningu á stöðu mála í þjóðlendum og vinnu óbyggðanefndar í því sambandi. Að kynningu lokinni tók forsætisráðherra svo formlega við námusvæðinu.

Heimsóknina mætti kalla fyrstu opinberu heimsókn forsætisráðherra í þjóðlendu síðan lög voru sett um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta 1. júlí 1998. Viðamikil frágangsvinna hefur staðið yfir síðan ákvörðun var tekin um að loka námunni 1. september sl. og er þetta í fyrsta skipti sem frágangur á svo umfangsmiklu námusvæði fer fram hér á landi.
  • Forsætisráðherra ásamt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra Fossvéla og Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss. - mynd
  • Forsætisráðherra ásamt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra Fossvéla og Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum