Deildarstjóri
Deildarstjóri
Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða deildarstjóra í fullt starf í deild meðferðarhjálpartækja á Hjálpartækjasviði stofnunarinnar á Vínlandsleið 16. Málaflokkar deildarinnar ná m.a. til stoðtækja, meðferðarhjálpartækja, einnota hjálpartækja og næringarefna. Starfsmenn deildarinnar eru tíu auk deildarstjóra.
Í boði er krefjandi og fjölbreytt starf í góðu vinnuumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð og yfirumsjón með starfsemi og verkefnum deildar
- Dagleg stjórnun deildar
- Öflun, úrvinnsla og miðlun upplýsinga vegna starfsemi deildar
- Þátttaka í fræðslu og upplýsingagjöf innan og utan stofnunarinnar
- Þátttaka í verkefnum þvert á svið stofnunarinnar
Hæfnikröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem menntun á sviði heilbrigðisvísinda og framhaldsnám í stjórnun
- Reynsla og þekking sem nýtist í starfi, svo sem í stjórnun, opinberri stjórnsýslu og hjálpartækjum
- Færni í að tjá sig í ræðu og riti sem og framsetningu og miðlun upplýsingaefnis
- Færni í meðferð og greiningu talnagagna
- Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi ásamt hæfni til að starfa á skipulagðan hátt bæði sjálfstætt og í hópi
- Nákvæmni í starfi og skipulögð vinnubrögð
- Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli, færni í ensku og einu Norðurlandamáli æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Ráðning tekur mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar.
Heimasíða Sjúkratrygginga Íslands
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.11.2019
Nánari upplýsingar veitir
Björk Pálsdóttir - [email protected] - 515-0000
Sjúkratryggingar Íslands
Hjálpartækjasvið
Vínlandsleið 16
150 Reykjavík
Smelltu hér til að sækja um starfið