Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2019

Umsjónarmaður námsbókasafns

Umsjónarmaður námsbókasafns

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn leitar að starfsmanni í fjölbreytt starf á Þjónustu- og miðlunarsviði. Um fullt starf er að ræða.

Þjónustu- og miðlunarsvið ber ábyrgð á þjónustu við notendur, miðlun safnkosts og samskiptum við Háskóla Íslands. Meginverkefni eru útlán, millisafnalán, upplýsingaþjónusta, fræðsla og kynningar, umsjón með ritakosti og lesrýmum á 3. og 4. hæð í Þjóðarbókhlöðu, námsbókasafn, varðveislusöfnin Skemman, Opin vísindi og Landsaðgangur að rafrænum gögnum.

Umsjónarmaður tekur þátt í þróun þjónustu námsbókasafns með tilliti til breytinga í starfsumhverfi safnsins, aukins rafræns safnskosts og nýs bókasafnskerfis.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með námsbókasafni
- Samvinna innanhúss 
- Samskipti við kennara Háskóla Íslands 
- Umsjón með lessvæðum og uppröðun
- Útlán og afgreiðsla
- Fjölbreytt þjónusta við safngesti

Hæfnikröfur
- Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Mjög góð tölvukunnátta
- Góð ritfærni (íslenska, enska) 
- Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og metnaður

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun safnsins. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Tryggvadóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og miðlunarsviðs.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið er í forystu um öflun, varðveislu og miðlun upplýsinga og eflir þannig menningu, rannsóknir og nýsköpun. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.11.2019

Nánari upplýsingar veitir
Guðrún Tryggvadóttir - [email protected] - 525-5731


Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Þjónusta
Arngrímsgata 3
107 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira