Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2019

Fjármálastjóri


Fjármálastjóri

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fjármálastjóra til starfa í öflugu framkvæmda- og skrifstofuteymi hljómsveitarinnar. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og góðum samskiptaeiginleikum.

Starfssvið
Dagleg stjórnun fjármála.
Reikningshald og uppgjör.
Áætlanagerð og kostnaðareftirlit.
Umsjón með launkeyrslu, afgreiðslu reikninga og vörslu sérsjóða.
Aðstoð við samningagerð og önnur fjármálatengd verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði fjármála eða viðskipta sem nýtist í starfi.
Þekking, reynsla og færni í stjórnun fjármála.
Reynsla og þekking á fjárhags- og mannauðskerfum. Kostur að þekkja til kerfa Fjársýslu ríkisins.
Góð færni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun.
Sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.
Góð íslensku- og enskukunnátta.

Sinfóníuhljómsveit Íslands er ein stærsta menningarstofnun landsins með um 100 manna starfslið.
 
Hljómsveitin heldur úti fjölbreytilegri tónleikadagskrá, hljóðritar til innlendrar og erlendrar útgáfu, fer í tónleikaferðir innanlands og utan, auk þess sem hún stendur fyrir metnaðarfullu fræðslustarfi fyrir börn og fullorðna. Aðsetur Sinfóníuhljómsveitarinnar er í tónlistarhúsinu Hörpu.
www.sinfonia.is

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. 

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember n.k.

 
Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir ([email protected]) og Jakobína H. Árnadóttir ([email protected]) hjá Capacent.
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira