Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tæknistefna island.is í samráðsgátt

Drög að tæknistefnu island.is hafa verið lögð í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
Stafrænt Ísland, sem vinnur að því að að aðstoða opinberar stofnanir við að bæta stafræna þjónustu, ætlar að hefja þróun á lausnum sem snúa að miðlægri þjónustugátt undir merkjum island.is. Þar munu fyrirtæki og einstaklingar getað nálgast þjónustu hins opinbera á einfaldan og skilvirkan hátt.

Nýjar lausnir verða opnar þannig að mörg teymi geti komið að þróun og stofnanir munu bera ábyrgð á sínu efni og þjónustu. Stafrænt Ísland ætlar að þróa allar lausnir sínar á frjálsan og opinn hátt og mun tileinka sér skýjahýsingu. Frestur til að veita umsögn um stefnuna er til og með 6. desember næstkomandi.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum