Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2019

Verkefnastjóri í geðheilsuteymi

Verkefnastjóri í geðheilsuteymi 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða metnaðarfullan verkefnastjóra til starfa við geðheilsuteymi stofnunarinnar, með starfsstöð á Ísafirði.

Verkefnastjóri veitir ráðgjöf, stuðning og meðferð til notenda geðheilsuteymis. Auk þess að veita ráðgjöf og fræðslu til aðstandenda og samstarfsfólks. Verkefnastjóri starfar í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir í heilsugæslu og geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Starfið heyrir undir yfirlæknir heilsugæslu. 

Unnið er að því að geðheilbrigðisþjónusta verði í boði í öllu umdæmi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, meðal annars með fjarheilbrigðisþjónustu og gegnir verkefnastjóri lykilhlutverki í þeirri innleiðingu. 

Ef þú hefur áhuga á uppbyggingu á faglegri geðheilbrigðisþjónustu, þá er þetta spennandi tækifæri. 

Helstu verkefni og ábyrgð
> Veita ráðgjöf, stuðning og meðferð með notendum
> Sinna málastjórn notenda geðheilsuteymis 
> Starfa í þverfaglegu teymi og stuðla að árangursríku teymisstarfi
> Meta fræðsluþarfir samstarfsfólks og veita fræðslu og ráðgjöf
> Virk þátttaka í innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu
> Frumkvæði og þátttaka í þróun á þjónustu með skilvirkni, gæði og árangur að leiðarljósi
> Önnur verkefni tengd geðheilbrigðisþjónustu

Hæfnikröfur
> Reynsla af ráðgjöf eða meðferðarvinnu í geðheilbrigðisþjónustu
> Menntun innan félags- eða heilbrigðisvísinda
> Góð færni í mannlegum samskiptum
> Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
> Jákvætt viðhorf og drifkraftur
> Hæfni og áhugi á að vinna í teymi
> Góð almenn tölvukunnátta
> Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og fylgibréf þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu og staðfestar upplýsingar um menntun. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.
 
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.12.2019

Nánari upplýsingar veitir
Súsanna Björg Ástvaldsdóttir - [email protected] - 450-4500


Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilsugæsla Norðursv.
Torfnesi
400 Ísafjörður


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum