Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

Almannatryggingar í brennidepli

Tryggingastofnun stendur fyrir opinni ráðstefnu á morgun, þriðjudaginn 12. nóvember, á Grand Hótel Reykjavík þar sem almannatryggingar verða í brennidepli. Athyglinni er beint að stöðunni í lífeyrismálum, hvernig við stöndum okkur og hvernig við viljum haga lífeyrismálum til framtíðar. Ráðstefnan er öllum opin.  Skráning fer fram á vef TR.

 

Dagskráin er eftirfarandi:

 9.00 Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins

 9.20 Samanburður á norrænum lífeyriskerfum
 Tom Nilstierna, hagfræðingur í  sænska heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu

10.00  -  Kaffihlé

10.30 Ábyrgð stjórnvalda gagnvart öldruðum: Viðhorf Íslendinga í evrópskum samanburði
Dr. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði HÍ

11.20 Hver var stefnan – eftir á að hyggja?
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR

12.00  -  Hádegisverður

13.00  Mismunun kynja í ellilífeyris- og örorkugreiðslum – áhrifavaldar og lausnir
Shea McClanahan, sérfræðingur á sviði félagslegrar stefnumótunar
Álitsgjafi: Karen Anna Erlingsdóttir, Kvennahreyfingu ÖBÍ

14.10 – 15.00  -   Málstofur

Ellilífeyrir – Ísland og Norðurlöndin
Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri lífeyrissviðs TR
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB
Málstofustjóri: Þórir Ólason, aðstoðarframkvæmdastjóri lífeyrissviðs TR

Þróun nýgengis örorku ungs fólks, er ástæða til að bregðast við?
Ólafur Guðmundsson, tryggingayfirlæknir

 

Að lokinni ráðstefnu eru gestir hvattir til að staldra við, boðið verður upp á kaffiveitingar.

Ráðstefnustjóri er Arnar Þór Sævarsson, formaður stjórnar TR

Fyrirlestrar Tom Nilstierna og Shea McClanahan verða á ensku og verða túlkaðir á íslensku sem og fyrirspurnir og umræður.

Ráðstefnugjald: 3000 kr., 1500 kr. fyrir námsmenn, öryrkja og aldraða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira