Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Hjúkrunarrýmum á Akranesi fjölgað um fjögur

Frá Akranesi - myndMynd: Heilbrigðisráðuneyti -/ME

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Höfða á Akranesi varanlega rekstrarheimild fyrir fjórum hjúkrunarrýmum sem þar hafa verið rekin tímabundið sem biðrými fyrir Landspítalann.

Biðrýmin fjögur á Höfða voru opnuð árið 2017, ætluð fólki með gilt færnimat sem tilbúið er til útskrifar af Landspítala en bíður eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili. Reiknað var með tímabundnum rekstri rýmanna fram að opnun nýs 99 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg í vor. Stjórnendur Höfða og bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hafa farið þess á leit við ráðuneytið að heimila að rýmin fjögur verði hluti af almennum rekstri Höfða, enda aðstaða og mönnun fyrir hendi. Almennum hjúkrunarrýmum á Höfða fjölgar þar með úr 65 í 69 þegar samningur um rekstur biðrýmanna rennur út í mars á næsta ári.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum