Hoppa yfir valmynd
3. desember 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra hélt erindi um velsældarhagkerfi hjá Chatham House

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ræðu í Chatham House - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti fyrirlestur um velsældarhagkerfi á vegum bresku hugveitunnar Chatham House í Lundúnum í dag. Í fyrirlestrinum fjallaði forsætisráðherra um samstarf Íslands, Skotlands og Nýja-Sjálands um þróun velsældarhagkerfa til að bregðast við stærstu áskorunum samtímans: loftslagsbreytingum og vaxandi ójöfnuði. Forsætisráðherrann greindi einnig frá þróun íslenskra stjórnvalda á hagsældarmælikvörðum þar sem leitast er við að nýta aðra mælikvarða en hagvöxt og verga þjóðarframleiðslu til að leggja mat á árangur og velgengni.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Loftslagsváin sýnir svart á hvítu að við getum ekki haldið áfram að mæla velgengni eingöngu með hefðbundnum mælikvörðum um hagvöxt hagvaxtarins vegna. Sú vinna sem nú er unnin í samstarfi ríkja um veldsældarhagkerfi er mikilvægt innlegg í þróun þessara mála á alþjóðavísu, þar á meðal inn í umræður beggja vegna Atlantshafsins um græna samfélagssáttmála eða Green New Deal.“

Chatham House er ein elsta og virtasta hugveita heims á sviði alþjóða- og öryggismála. Tæplega 100 manns sóttu fyrirlesturinn og hann var sendur út í streymi.

Erindi forsætisráðherra.

  • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Tim Benton forstjóra hjá Chatham House - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

1 Engin fátækt
3. Heilsa og vellíðan
10. Aukinn jöfnuður

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum