Hoppa yfir valmynd
4. desember 2019 Forsætisráðuneytið

Leiðbeiningar um verklag í samskiptum ráðuneyta og stofnana við ríkislögmann

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Forsætisráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar um verklag í samskiptum ráðuneyta og stofnana við embætti ríkislögmanns. Voru þær unnar í samráði við dómsmálaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og embætti ríkislögmanns og kynntar í ríkisstjórn. Leiðbeiningarnar eru fyrst og fremst lýsandi fyrir framkvæmd sem þróast hefur um langt árabil en þó er þar einnig að finna leiðsögn um æskilegt verklag, einkum af hálfu ráðuneyta, með það fyrir augum að stuðla að skilvirkri hagsmunagæslu fyrir ríkið.

Verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns - Leiðbeiningar fyrir ráðuneyti og stofnanir

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum