Hoppa yfir valmynd
5. desember 2019 Dómsmálaráðuneytið

Svar dómsmálaráðuneytis til fjárlaganefndar

Dómsmálaráðuneytið hefur svarað fyrirspurn fjárlaganefndar Alþingis vegna starfsloka ríkislögreglustjóra.

Í svari ráðuneytisins kemur fram að ríkislögreglustjóri á að baki langan embættisferil og nýtur í því ljósi mikilla réttinda. Hann var síðast endurskipaður 2018 og við samningsgerð voru 46 mánuðir eftir af skipunartímanum að teknu tilliti til biðlauna og orlofsréttar. Embættismenn njóta sérstaklega ríkrar réttarverndar á grundvelli 4. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar og ákvæða í lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Frumkvæðið kom frá honum sjálfum og var enginn annar grundvöllur að starfslokum. Í svarinu kemur einnig fram að ekki sé gert ráð fyrir sérstakri fjármögnun vegna samningsins heldur rúmist hann innan fjárveitinga málaflokksins. Fjárlaganefnd óskaði eftir kostnaðarmati samningsins. Kostnaðarmat ráðuneytisins án launatengdra gjalda er 47,2 milljónir króna en með launatengdum gjöldum 56,7 milljónir króna. Til samanburðar næmu laun ríkislögreglustjóra út skipunartímann kr. 80,5 milljónum króna án launatengdra gjalda en 104,6 milljónum króna með launatengdum gjöldum. Fjárhæðir samningsins hljóða því upp á 54% af kostnaði við laun út skipunartímann að teknu tilliti til launatengdra gjalda.

Svar ráðuneytisins má sjá hér.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum