Hoppa yfir valmynd
6. desember 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Steinunn Inga Óttarsdóttir skipuð skólameistari FVA

Tilkynnt hefur verið að Steinunn Inga Óttarsdóttir verði skipuð skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Settur mennta- og menningarmálaráðherra í því máli, Svandís Svavarsdóttir, hefur skipað Steinunni í embættið, til fimm ára, frá og með 1. janúar 2020. Fjórar umsóknir bárust um embættið.

Steinunn Inga er starfandi framkvæmdastjóri Félags framhaldsskólakennara og var áður áfangastjóri bóknáms við Menntaskólann í Kópavogi. Hún er MA í hagnýtri menningarmiðlun (2019), diplóma í vettvangsnámi í stjórnun framhaldsskóla (2012), diplóma í mannauðsstjórnun (2008), MA í íslenskum bókmenntum (1996), M.Paed í íslensku (1994) og lauk kennaraprófi B.Ed. árið 1991.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum