Hoppa yfir valmynd
17. desember 2019 Forsætisráðuneytið

Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis geta nú breytt skráningu á kyni og nafni

  - myndStjórnarráðið

Í dag var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um kynrænt sjálfræði sem heimilar íslenskum ríkisborgurum búsettum erlendis að breyta skráningu á kyni og nafni.

Með samþykkt laga um kynrænt sjálfræði frá í sumar var staðfestur með lögum réttur einstaklings til að breyta opinberri kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun og án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Við samþykkt laganna í sumar var einungis kveðið á um rétt einstaklinga sem hér eru búsettir og eiga hér lögheimili en með breytingunni sem lögfest var í dag er kveðið skýrt á um rétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis til að breyta skráningu á kyni og nafni.

Heimsmarkmiðin

10. Aukinn jöfnuður
16. Friður og réttlæti
5. Jafnrétti kynjanna
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum