Hoppa yfir valmynd
19. desember 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra skipar nefnd um vandaða starfshætti í vísindum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd um vandaða starfshætti í vísindum á grunni laga nr. 70/2019. Meginhlutverk nefndarinnar er að upplýsa stjórnvöld, almenning og vísindasamfélagið um vandaða starfshætti í vísindum og um vísindasiðfræði og hafa eftirlit með því að siðferðileg viðmið séu í heiðri höfð í starfi vísindamanna.

Fjórir af sjö nefndarmönnum eru skipaðir samkvæmt tilnefningu Samstarfsnefndar háskólastigsins. Auglýst var í fjölmiðlum eftir tilnefningum í þrjú sæti og var skipað úr hópi þeirra nafna sem bárust. Við skipun nefndarinnar var 5. gr. laganna höfð til hliðsjónar en þar segir að þess skuli gætt að í nefndinni sé fyrir hendi þekking á vísindasiðfræði, lögfræði og ólíkum rannsóknarsviðum, þ.m.t. rannsóknum í atvinnulífinu.

Nefndina skipa:

Aðalmenn:

Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki og siðfræði við Háskólann á Akureyri, formaður,
Björg Thorarensen, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands,
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands,
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands,
Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík,
Hilma Hólm, yfirmaður hjarta- og æðarannsókna hjá Íslenskri Erfðagreiningu og
Runólfur Pálsson, prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands.

Varamenn:

Ása L. Aradóttir, prófessor í vistheimtarfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands,
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands,
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu,
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, doktorsnemi í safnafræðum við Háskóla Íslands,
Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslusviðs og prófessor við Hugvísindasvið hjá Háskóla Íslands,
Skúli Skúlason, prófessor í vistfræði við Háskólann á Hólum og
Þórdís Ingadóttir, dósent við Lagadeild Háskólans í Reykjavík.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira