Hoppa yfir valmynd
20. desember 2019 Innviðaráðuneytið

Sóknaráætlun Suðurnesja í samráðsgátt

Á fundi stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál með stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. - mynd

Drög að nýrri sóknaráætlun Suðurnesja fyrir tímabilið 2020-2024 hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Unnið var að mótun stefnunnar með víðtæku samráði við kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila á Suðurnesjum. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 7. janúar 2020. 

Suðurnes eru sjöundi landshlutinn til að nýta samráðsgáttina fyrir sínar sóknaráætlun. Gert er ráð fyrir að sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins fari í gáttina í byrjun janúar og hafa þá allir landshlutar nýtt sér samráðsgáttina fyrir sóknaráætlanir sínar. Mikil ánægja hefur verið með að geta nýtt þennan farveg fyrir samráð.

Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðum.

Undirbúningur sóknaráætlunar Suðurnesja 2020-2024 hófst í maí á þessu ári á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum en Capacent hefur haldið utan um vinnuferli og samráðsfundi sem haldnir hafa verið vegna verkefnisins.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál fundar á hverju ári með öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga, sem eru átta talsins. Annað hvert ár fer stýrihópurinn í heimsókn í hvern landshluta og árið á móti koma forsvarsmenn samtakanna á fund stýrihópsins í Reykjavík. Meginefni fundanna er að ræða framkvæmd sóknaráætlun hvers landshluta. Stýrihópurinn fundaði með stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í vikunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum