Hoppa yfir valmynd
20. desember 2019 Dómsmálaráðuneytið

Tveir dómarar settir og tvö embætti til setningar auglýst

Hjörtur O. Aðalsteinsson, dómstjóri við Héraðsdóm Suðurlands, og Björg Thorarensen, prófessor við Háskóla Íslands, hafa verið sett tímabundið í embætti landsréttardómara frá 1. janúar 2020 til 30. júní 2020 skv. tillögu hæfnisnefndar. Jafnframt hafa í dag tvö embætti landsréttardómara verið auglýst laus til setninga. Umsóknarfrestur er til 6. janúar næstkomandi. Sett verður í þau embætti eins fljótt og auðið er eftir að nefnd um um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar umsögn sinni. Auglýsinguna má lesa hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira