Hoppa yfir valmynd
23. desember 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Viðbótarframlög vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2019

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarjóðs sveitarfélaga frá 20. desember síðastliðnum um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2019 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæð framlagsins 400 milljónum króna.

Á grundvelli 2. gr. reglugerðar nr. 145/2019 um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2019 er heimilt að veita sérstök viðbótarframlög til þeirra þjónustusvæða þar sem kostnaður við reksturinn er verulega íþyngjandi.

Útreikningur á skiptingu 400 milljóna króna framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu þjónustusvæða á árinu 2018 og skiptihlutfalli svæða. 

Framlagið mun koma til greiðslu á næstu dögum.

Ráðherra hefur jafnframt samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar að framlagi til að standa straum af viðbótarútgjöldum vegna langtímaveikinda aðstoðarfólks vegna samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Allar umsóknir voru samþykktar og er heildarframlag 5,8 m.kr.

Skipting á framlagi vegna langtímaveikinda aðstoðarfólks 2019

  • Reykjavíkurborg    3.402.188 kr.
  • Hafnarfjörður         1.383.312 kr.
  • Suðurland               1.031.504 kr.
  • Samtals:                5.817.004 kr. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira