Hoppa yfir valmynd
27. desember 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið, Menningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Ötult starf Hins íslenzka fornritafélags

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Halldór Blöndal forseti Hins íslenzka fornritafélags. - mynd

Hið íslenzka fornritafélag hefur staðið fyrir fræðilegri útgáfu fornrita allt frá árinu 1933. Félagið hefur lagt megináherslu á útgáfu sagna sem gerast á Íslandi og öðrum Norðurlöndum á tímabilinu frá því á landnámsöld og fram að ritunartíma sagnanna en ritröð félagsins Íslenzk fornrit telur nú 32 rit.

Á dögunum skrifuðu Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Halldór Blöndal forseti Hins íslenzka fornritafélags undir samning um áframhaldandi stuðning ríkisins við félagið.

„Fornsögurnar eru okkar fjársjóðir og útgáfa Fornritafélagsins er vettvangur sem skapar mikilvæga tengingu milli fólks og fræða. Félagið hefur frá upphafi fylgt þeirri stefnu að útgáfan sé bæði aðgengileg fróðleiksfúsum íslenskum lesendum og uppfylli strangar fræðilegar kröfur,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Meðal nýlegra útgáfuverka Hins íslenzka fornritafélags eru Eddukvæði I-II og Jómsvíkinga saga en ráðgert er að þriggja binda útgáfa Sturlunga sögu komi út á næstunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta