Hoppa yfir valmynd
30. desember 2019 Dómsmálaráðuneytið

Lögregluráð tekur til starfa

Lögregluráð, formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra landsins, mun taka til starfa um áramótin og verður fyrsti fundur þess hinn 14. janúar næstkomandi.

Með stofnun lögregluráðs er stefnt að aukinni samvinnu og hagkvæmari nýtingu fjármagns og mannafla, allt með það að markmiði að lögreglan starfi í auknum mæli sem ein heild óháð því hvernig yfirstjórn er háttað. Um er að ræða formlegan samráðsvettvang lögreglustjóra sem m.a. skal tryggja hæfni lögreglu til að takast sameiginlega á við þær áskoranir sem staðið er frammi fyrir hverju sinni.

Breytingar verða einnig á yfirstjórn lögreglu þar sem Kjartan Þorkelsson mun taka tímabundið við stöðu ríkislögreglustjóra af Haraldi Johannessen sem lætur af embætti. Þá hefur Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur, verið sett tímabundið í embætti vararíkislögreglustjóra frá áramótum til 1.mars. Víðir Reynisson tekur jafnframt til starfa yfir sama tímabil til að leiða greiningarvinnu á verkefnum embættisins í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. Þeirri greiningarvinnu er ætlað að leggja grunn að ákvörðunum og skipulagi sem verða í höndum nýs ríkislögreglustjóra þegar hann tekur til starfa. Staða ríkislögreglustjóra hefur verið auglýst og er umsóknarfrestur til 10 janúar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum