Hoppa yfir valmynd
3. janúar 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Umsækjendur um embætti ríkissáttasemjara

Félagsmálaráðuneytið auglýsti þann 5. desember síðastliðinn embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar. Umsóknarfrestur var til og með 20. desember síðastliðinn. 

Í auglýsingunni sagði að ríkissáttasemjari starfi á grundvelli laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með síðari breytingum. Hann annist sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar. Skal þess því gætt að afstaða hans sé slík að telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Enn fremur er lögð áhersla á forystuhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.

Eftirtaldar umsóknir bárust um embættið:

Aðalsteinn Leifsson framkvæmdastjóri
Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur
Herdís Hallmarsdóttir lögmaður
Lara De Stefano þjónn
Ólafur Þorsteinn Kjartansson ráðgjafi
Rannveig S. Sigurðardóttir hagfræðingur

Umsóknirnar verða nú metnar af sérstakri ráðgefandi hæfnisnefnd sem félags- og barnamálaráðherra mun skipa.  Eftirtaldir hafa verið tilnefndir til setu í nefndinni: Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Auk þess mun ráðherra skipa Gissur Pétursson ráðuneytisstjórformann nefndarinnar. Bjarnheiður Gautadóttir, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, mun starfa með nefndinni.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun skipa í embættið til fimm ára þegar hann hefur fengið tillögur nefndarinnar í hendur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum