Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ráðherra skipar samstarfsráð MAST

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað samstarfsráð Matvælastofnunar. Innan samstarfsráðsins mun Matvælastofnun hafa reglubundna samvinnu og samráð við þá aðila, félög, samtök og stofnanir sem tengjast starfsemi hennar. Stofnunin mun kynna árlegar áætlanir um störf stofnunarinnar, skýrslur um starfsemina og önnur mikilvæg málefni sem tengjast starfi stofnunarinnar. Fulltrúum samstarfsráðs er einnig heimilt að óska eftir umfjöllun um tiltekin málefni á fundum ráðsins. Samstarfsráðið er mikilvægur vettvangur til samráðs og skipta á upplýsingum sem ætlað er að auka gagnkvæman skilning og gagnsæi stjórnsýslunnar.

 

Samkvæmt reglugerð nr. 940/2019 skipar ráðherra ráðið samkvæmt tilnefningu 16 aðila.

 

  • Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
  • Sif Traustadóttir, tilnefnd af Dýraverndarsambandi Íslands
  • Tómas Jónsson, tilnefndur af Dýralæknafélags Íslands
  • Guðrún Sigmundsdóttir, tilnefnd af Embætti landlæknis
  • Guðný Hjaltadóttir, tilnefnd af Félagi atvinnurekenda
  • Þórhallur Ingi Halldórsson, tilnefndur af Háskóla Íslands
  • Ragnhildur Helga Jónsdóttir, tilnefnd af Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Elías Blöndal Guðjónsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga
  • Oddur Már Gunnarsson, tilnefndur af Matís
  • Gunnar Alexander Ólafsson, tilnefndur af Neytendasamtökunum
  • Arndís Ósk Ólafsdóttir, tilnefnd af Samorku
  • Heiðrún Björk Gísladóttur, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
  • Heiðmar Guðmundsson, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Gunnar Sigurðarson, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins
  • Gréta María Grétarsdóttir, tilnefnd af Samtökum verslunar og þjónustu
  • Guðný Rut Pálsdóttir, tilnefnd af Tilraunastöð HÍ, Keldum

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum