Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2020

Starfsmaður í móttöku

Starfsmaður í móttöku

Náttúrufræðistofnun Íslands leitar að þjónustulunduðum einstaklingi í móttöku stofnunarinnar að Urriðaholti í Garðabæ. Í boði er fjölbreytt og áhugavert starf á góðum vinnustað. 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Símsvörun og móttaka gesta
- Afgreiðsla og móttaka sýna
- Almenn skrifstofustörf
- Gagnaskráning og úrvinnsla gagna
- Aðstoð í eldhúsi/kaffistofu
- Aðstoð á bókasafni stofnunarinnar
- Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur
- Reynsla af sambærilegum störfum 
- Góð tölvukunnátta
- Góð kunnátta í íslensku og ensku 
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Þjónustulund, sveigjanleiki, sjálfstæði og jákvæðni

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Um fullt starf er að ræða. Sveigjanlegur vinnutími er í boði utan opnunartíma móttöku. 

Á Náttúrufræðistofnun Íslands starfa rúmlega 60 manns við rannsóknir og vöktun á náttúru landsins. Starfsandi á stofnuninni er góður og er leitast við að bjóða fjölskylduvænan vinnustað. Við ráðningar í störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 24.01.2020

Nánari upplýsingar veitir
Ragnheiður Björgvinsdóttir - [email protected] - 5900500


Náttúrufræðistofnun Íslands
Urriðaholtsstræti 6-8
210 Garðabær

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta