Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2020 Félagsmálaráðuneytið

Kynningarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála


Innflytjendaráð stendur fyrir opnum kynningarfundi 20. janúar næstkomandi fyrir þá sem hyggjast sækja um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála sem auglýstir hafa verið.
 
Fundurinn verður haldinn á Nauthól klukkan 9:00 til 10:30. Farið verður yfir umsóknarferlið, reglur um úthlutun og áherslur sjóðsins í ár.  

Dagskrá:
9:00 Tatjana Latinovic, formaður innflytjendaráðs, kynnir áherslur þróunarsjóðs í ár.
9:20 Töskur með tilgang. Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn kynna verkefnið.
9:40 Vitundarvakning um rétt fatlaðra barna innflytjenda til viðeigandi þjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp kynna verkefnið.
10:00 Tatjana Latinovic, formaður innflytjendaráðs, fer yfir reglur þróunarsjóðs innflytjendamála og umsóknarferlið. 
10:20 Umræður. 
10:30 Fundi slitið.

Þeir sem hyggjast sækja fundinn eru beðnir um að senda staðfestingu þess efnis í tölvupósti til Hrafnhildar Kvaran á netfangið [email protected]
 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira