Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

NPA námskeið hefjast á nýju ári

Námskeiðsáætlun NPA námskeiða árið 2020 er nú aðgengileg á vef stjórnarráðsins. 

NPA námskeið eru ætluð notendum, aðstoðarfólki, aðstoðarverkstjórnendum og umsýsluaðilum. Markmið námskeiðanna er að stuðla að því að þeir sem koma að NPA hér á landi hafi grunnfærni og þekkingu á því hvernig aðstoðinni verði sem best fyrir komið.

Á nýju ári munu námskeiðin vera haldin í Heilsuborg, Bíldshöfða 9. Er bundin von um að aðgengi að því húsnæði sé með því móti að það henti öllum þeim sem námskeiðin sækja.

Hér má finna umsóknareyðublað vegna NPA námskeiða. Senda skal útfyllta umsókn á netfangið [email protected]

Fljótlega í kjölfarið mun umsækjanda berast staðfesting þess efnis að viðkomandi hafi verið skráður á tiltekin námskeið. 

Gjaldskrá NPA námskeiða

Kostnaður við grunnnámskeið (16 klst) og framhaldsnámskeið (4 klst) fyrir notendur, aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur, samtals 20 klukkustundir, er 40.000 krónur fyrir hvern þátttakanda. Félagsmálaráðuneytið greiðir á innleiðingartímabili NPA til ársins 2022 helming kostnaðarins það er 20.000 krónur. Hlutdeild umsýsluaðila/notanda er því 20.000 krónur fyrir hvern einstakling sem sækir námskeiðin og telst sá kostnaður til umsýslukostnaðar.

Námskeið fyrir umsýsluaðila það er grunnnámskeið (16 klst), framhaldsnámskeið (4 klst) og umsýslunámskeið (4 klst) eru greidd alfarið af ráðuneytinu á innleiðingartímabili NPA til ársins 2022.

Einstaklingar sem ljúka námskeiðum fá útgefið námsskírteini til staðfestingar á að þeir hafi sótt viðkomandi námskeið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum