Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2020 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Nýjar forsendur geta flýtt tvöföldun Reykjanesbrautar

Í nýrri frumdragaskýrslu Vegagerðarinnar og Mannvits er komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að breikka Reykjanesbraut, frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni, í núverandi vegstæði. Sú leið einfaldi fyrri útfærslur en kalli jafnframt á breytt aðalskipulag. Fyrri útfærslur hafi meðal annars gert ráð fyrir að færa veglínu Reykjanesbrautar vegna skipulagsmála og hugmynda um mögulega stækkun álvers á svæðinu.

„Í störfum mínum hef ég sett umferðaröryggi í forgang þegar kemur að uppbyggingu í samgöngum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Undanfarið hef ég átt fundi og samtöl við fulltrúa Vegagerðarinnar, Hafnafjarðarbæjar og álversins í Straumsvík. Ég mun beita mér fyrir því að aðilar vinni málið út frá nýjum forsendum sem nú liggja fyrir. Náist farsæl lending verður hægt að flýta framkvæmdum við Reykjanesbrautina frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni og ljúka þeim á fyrsta tímabili samgönguáætlunarinnar en ekki öðru tímabili eins og áður var gert ráð fyrir.“

Framkvæmdir ódýrari og hefjast fyrr
Gangi undirbúningur vel miðað við nýjar forsendur má búast við því að hægt verði að hefja framkvæmdir árið 2022 en ekki 2026. Einnig að nýja útfærslan verði talsvert ódýrari en hún er metin á um 2,1 milljarð í stað 3,3 milljarða í fyrri áætlunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira