Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Gagnaöflun og rannsóknir í ferðaþjónustu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð nr. 20/2020, um gagnaöflun og rannsóknir í ferðaþjónustu.

Reglugerðin hefur að geyma ákvæði um miðlun upplýsinga og greiningu gagna og áframhaldandi þróun Mælaborðs ferðaþjónustunnar.

Þá er með reglugerðinni hlutverk Ferðamálastofu við gagnaöflun og rannsóknir í ferðaþjónustu skilgreint, m.a. varðandi mótun rannsóknaráætlunar sem stofnunin skal móta og láta framkvæma.

Í því skyni skal stofnunin m.a. kalla saman ráðgefandi nefnd um gagnaöflun og rannsóknir skv. tilnefningum frá hagaðilum og birta drög að rannsóknaráætlun í samráðsgátt stjórnvalda áður en hún er lögð fyrir ráðherra.

Reglugerðin er aðgengileg hér. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum