Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2020 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

„Óbyggt víðerni“ í samráðsgátt

  - myndLjósmynd: Þóra Ellen Þórhallsdóttir

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd. Í frumvarpinu er lögð til lagfæring á skilgreiningu hugtaksins „óbyggt víðerni“.

Eins og ákvæðið er orðað í lögum um náttúruvernd, er ekki unnt að friðlýsa svæði undir friðlýsingarflokknum óbyggð víðerni ef mannvirki eru innan við 5 km fjarlægð frá mörkum svæðis þó svo að þau sjáist ekki vegna landfræðilegra aðstæðna. Í frumvarpi þessu er lagt til að skilgreining hugtaksins „óbyggt víðerni“ verði breytt á þann hátt að mögulegt sé að taka tillit til landfræðilegra aðstæðna við skilgreiningu á óbyggðum víðernum, eins og upphaflega var gert ráð fyrir í frumvarpi til núgildandi laga um náttúruvernd. Með frumvarpinu eru því lagðar til lagfæringar á náttúruverndarlögum til að skýrt sé hvað teljist óbyggð víðerni.

Umsögnum um frumvarpið skal skilað í samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til þess til 11. febrúar næstkomandi.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 (óbyggt víðerni) í samráðsgátt.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira