Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Aðgerðir fyrirtækja ráða miklu um það hvenær Ísland fer út af gráa lista FATF

Skortur á fullnægjandi skráningu svokallaðra raunverulegra eigenda í félögum var eitt af þeim atriðum sem orsökuðu það að Ísland var sett á gráa listann hjá alþjóðlegum hópi ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (Financial Action Task Force – FATF).

Árið 2019 voru sett lög um skráningu raunverulegra eigenda og fyrirtækjaskrá falið að taka á móti slíkum skráningum. Sett hefur verið upp síða á þjónustuvef Skattsins fyrir félög til að sinna skyldu til að skrá raunverulega eigendur með rafrænum hætti.

Áhersla er lögð á að þessari skráningu verði komið í viðunandi horf í tíma og hún er ein af forsendum þess að Ísland verði tekið af gráa listanum á yfirstandandi ári. Félögum ber að ljúka skráningu fyrir 1. mars nk. og eftir það er heimilt að beita skráningarskylda aðila sektum hafi þeir látið hjá líða að veita upplýsingarnar, eða fella skráningu lögaðilans niður. 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum