Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Vísindi fólksins í landinu

Grein Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 6. febrúar 2020.

Hug­mynda­fræði lýðvís­inda bygg­ist á sjálfsprottn­um áhuga al­menn­ings á að taka þátt í vís­ind­um, oft­ast í sjálf­boðaliðastarfi. Hug­takið er til­tölu­lega nýtt af nál­inni en lýðvís­indi á Íslandi hafa nú þegar skilað miklu til rann­sókna. Gott dæmi um slíkt sam­starf vís­inda­manna og al­menn­ings er starf­semi Jökla­rann­sókna­fé­lags Íslands. Þetta sam­starf hef­ur notið verðugr­ar at­hygli og eflt jökla­rann­sókn­ir á Íslandi. Sjálf­boðaliðar á veg­um fé­lags­ins hafa stundað mæl­ing­ar á hopi og framskriði jökla frá miðri síðustu öld, og þannig safnað mik­il­væg­um gögn­um um áhrif lofts­lags­breyt­inga á ís­lenska jökla um ára­tuga skeið.

Auk þess má nefna mörg dæmi um frjáls fé­laga­sam­tök og fé­lög aðstand­enda sjúk­linga sem hafa lagt mikið af mörk­um til vís­inda með því að safna fé og hvetja til umræðu um al­genga jafnt sem sjald­gæfa sjúk­dóma og þannig stutt dyggi­lega við og hvatt til rann­sókna á þeim. Vís­inda- og tækni­ráð hef­ur í stefnu sinni jafn­framt lagt sterka áherslu á opin vís­indi og miðlun vís­inda­legra gagna og niðurstaðna til sam­fé­lags­ins. Þess má einnig geta að ný stefna ráðsins er nú í smíðum og mun birt­ast á vor­mánuðum. Þar er miðlun vís­inda­starfs og þátt­taka al­menn­ings í vís­inda­starfi eitt af leiðandi stef­um stefn­unn­ar.

Það er hlut­verk okk­ar sem störf­um á þess­um vett­vangi, hvort sem það er við stefnu­mót­un um vís­inda­mál eða fram­kvæmd rann­sókna, að virkja og efla þekk­ingu al­menn­ings á vís­inda­starfi og hvetja til sam­tals milli vís­inda­manna og borg­ar­anna. Ég tel einnig mik­il­vægt að auka sýni­leika lýðvís­inda í vís­indaum­ræðunni og hvetja til þátt­töku al­menn­ings í vís­inda­starfi í breiðasta skiln­ingi þess orðs.

Ísland stend­ur jafn­framt framar­lega í alþjóðlegu vís­inda­sam­starfi og hafa stjórn­völd lagt áherslu á að bæta stoðkerfi rann­sókna og vís­inda enn frek­ar ásamt því að auka mögu­leika ís­lenskra vís­inda­manna í alþjóðlegu sam­starfi. Íslensk­ir vís­inda­menn og stofn­an­ir búa yfir dýr­mætri reynslu og þekk­ingu á fjöl­mörg­um sviðum. Það eru mikl­ir hags­mun­ir fólgn­ir í því fyr­ir Ísland að taka þátt í alþjóðlegu vís­inda­sam­starfi tengdu norður­slóðum.

Rann­sókn­ir, vís­indi og hag­nýt­ing hug­vits eru for­send­ur fjöl­breytts at­vinnu­lífs, vel­ferðar og styrkr­ar sam­keppn­is­stöðu þjóða. Á tím­um fjórðu iðnbylt­ing­ar­inn­ar og lofts­lags­breyt­inga verða lýðvís­indi þjóðum sí­fellt mik­il­væg­ari. Þau hvetja til læsis á vís­inda­leg­um upp­lýs­ing­um, þjálfa gagn­rýna hugs­un og færa vís­ind­in til fólks­ins í land­inu. Einnig geta lýðvís­indi vakið áhuga unga fólks­ins okk­ar á vís­ind­um og starfs­frama inn­an þeirra. Síðast en ekki síst eru lýðvís­indi mik­il­væg í að auka færni vís­inda­manna í að miðla upp­lýs­ing­um um rann­sókn­ir og niður­stöður þeirra til al­menn­ings og eins að hlusta á radd­ir hins al­menna borg­ara um áhersl­ur í vís­inda­starfi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum