Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Starfshópur um heilsueflingu aldraðra

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að móta tillögur um samstarfsverkefni til að vinna að heilsueflingu aldraðra og stuðla þannig að því að þeir geti búið sem lengst í heimahúsum. Hópurinn er tekinn til starfa. Gert er ráð fyrir að hann ljúki vinnu sinni með tillögum til ráðherra í lok maí næstkomandi.

Eins og segir í skipunarbréfi hópsins er mikilvægt að bregðast við fjölgun í elstu aldurshópum og breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar. Vinna þurfi að heilsueflingu allra aldurshópa en sérstaklega sé mikilvægt efla heilsu aldraðra og gera þeim kleift að búa á eigin heimili eins lengi og kostur er. Starfshópurinn á í vinnu sinni að horfa sérstaklega til samstarfs ríkis og sveitafélaga og verkaskiptingar á þessu sviði en heilsuefling er mikilvægur þáttur í stuðningi við sjálfstæða búsetu og önnur lífsgæði aldraðra.

Formaður starfshópsins er Dagmar Huld Matthíasdóttir. Aðrir í hópnum eru Guðlaug Einarsdóttir, Gígja Gunnarsdóttir, tilnefnd af Embætti landlæknis, Valdimar Víðisson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hlynur Hreinsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Sigrún Ólafsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneytinu og Birna Sigurðardóttir, tilnefnd af félagsmálaráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira