Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2020 Menningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Úthlutun til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála 2020

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2020 til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála. Í auglýsingu ráðuneytisins 4. október 2019 var tekið fram að úthlutað yrði styrkjum á sviði lista og menningararfs annars vegar og til mannvirkja á sviði íþrótta- og æskulýðsmála hinsvegar.

Á sviði lista og menningararfs eru veittir rekstrar- og verkefnastyrkir til félaga, samtaka og einstaklinga sem starfa á sviði lista og að verndun menningarminja og hafa ekki aðgang að uppbyggingarsjóðum landshluta eða öðrum sjóðum lista og menningararfs.

Til íþrótta- og æskulýðsmála eru veittir stofnstyrkir til að styðja við uppbyggingu, endurnýjun og viðhald íþróttamannvirkja og mannvirkja fyrir æskulýðsstarfsemi í samstarfi við sveitarfélög og fleiri aðila.

Mat á umsóknum byggði einkum á eftirtöldum sjónarmiðum:
a) gildi og mikilvægi verkefnis fyrir stefnu viðkomandi málaflokks,
b) gildi og mikilvægi verkefnis fyrir kynningu og markaðssetningu viðkomandi málaflokks,
c) umsækjanda takist að ná þeim markmiðum sem verkefnið miðar að,
d) starfsferli og faglegum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda,
e) fjárhagsgrundvelli verkefnis og/eða hvort umsækjandi hafi hlotið aðra styrki til sama verkefnis.

Alls bárust 55 umsóknir þar sem sótt var um styrki að fjárhæð 171.802.200 kr. Alls eru veittir 35 styrkir að þessu sinni, samtals að fjárhæð 49.000.000 kr.

Eftirfarandi umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2020:

Styrkir til lista og menningararfs

Rekstrarstyrkir, þriggja ára samningar
Assitej á Íslandi 2.000.000
Bandalag sjálfstæðra leikhúsa 6.000.000
Íslandsdeild ICOM 1.500.000
Íslandsdeild ICOMOS 750.000
Landsnefnd Bláa skjaldarins 700.000
Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða 1.200.000

Rekstrarstyrkir
Danshópurinn Sporið, þjóðdansar 300.000
Hernámssetrið ehf. 2.000.000
Íslenska málfræðifélagið 500.000

Verkefnastyrkir

Atli Arnarsson - Eldhús eftir máli - stillustuttmynd 500.000
Borgarleikhúsið - Textun leiksýninga á pólsku 400.000
Dansverkstæðið - Fimm sérverkefni 2.000.000
Eigendur Fitjakirkju í Skorradal, Fyrri alda Fitjakirkjur-teiknað upp eftir fornum skriflegum 400.000
heimildum
Félag Norrænna forvarða – Íslandsdeild - Námskeið og norrænn fundur 2020 500.000
Félag þjóðfræðinga á Íslandi - Ráðstefna norrænna þjóðfræðinga á Íslandi 2021 2.000.000
Fífilbrekka ehf. - Samvinnuhús 500.000
Fótspor - Félag um sögu og minjar í Skaftárhreppi 1.500.000
Gerður G. Óskarsdóttir - Rauðsokkahreyfingin, heimildarvefur 2.000.000
Háskólafélag Suðurland - Samráðsvettvangur íslenskra jarðvanga 300.000
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir - Sögur, verðlaunahátíð barnanna 2020 2.000.000
ICE HOT Reykjavik félag um norrænan danstvíæring - ICE HOT 2021, undirbúningur 1.000.000
Iceland Noir bókmenntafélag - Iceland Noir bókmenntahátíð 1.000.000
Kórus collective - Listahátíð Kliðs 650.000
Kvenfélagasamband Íslands - Menning og saga sambandsins í 90 ár 1.000.000
Mýrin - félag um barnabókahátíð - Saman útí í mýri 2020 1.500.000
Skáldaskinna ehf. - Skáldatal yfir íslenskar skáldkonur 500.000
Snorrastofa í Reykholti - Forn trúarbrögð Norðursins, uppbygging gagnagrunns 1.000.000
Þórarinn Stefánsson - Sveinbjörn Sveinbjörnsson píanótónlist 500.000

Styrkir til mannvirkja á sviði íþrótta- og æskulýðsmála

Borgarbyggð - Landsmót 50+ 2.000.000
Taflfélag Reykjavíkur - Viðhaldsframkvæmdir vegna þakleka 1.000.000
Ungmennafélag Svarfdæla Dalvík - Lýsing á gervigrasvöll á Dalvík 1.500.000
Landssamband hestamannafélaga - Landsmót hestamanna 2020 3.500.000
Dansfélagið Bíldshöfði - Uppbygging húsnæðis fyrir félagið 1.000.000
Sveitarfélagið Árborg - Uppbygging íþróttasvæðis vegna unglingalandsmóts 2.000.000
Kópavogsbær - Uppbygging vegna landsmóts UMFÍ 2020 2.000.000

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta