Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2020 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Ísland undirritar fyrst ríkja alþjóðlegan sáttmála um rétt allra til táknmáls

Sáttmáli Alheimssamtaka heyrnarlausra um rétt allra til táknmáls var undirritaður á Bessastöðum í dag við hátíðlega athöfn. Alheimssamtökin gerðu sáttmálann í tilefni af alheimsþingi heyrnarlausra sumarið 2019 og er Ísland fyrst ríkja heims til að undirrita hann. Sáttmálinn undirstrikar meðal annars ábyrgð og skyldur stjórnvalda og hagsmunaaðila til að tryggja réttlátt samfélag og jafnt aðgengi að menntun fyrir alla.

„Það er mér mikil ánægja að undirrita þennan sáttmála á degi íslenska táknmálsins og þegar Félag heyrnarlausra fagnar 60 ára afmæli sínu. Íslenskt táknmál er fyrsta mál fjölda Íslendinga og við þurfum að að efla rannsóknir, kennslu og námsefnisgerð er því tengist. Við viljum tryggja að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar, efling íslenska táknmálsins er liður í því,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Sáttmálann undirrituðu:
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands,
Frú Vigdís Finnbogadóttir verndari íslenska táknmálsins,
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra,
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður Félags heyrnarlausra,
Bryndís Guðmundsdóttir formaður málnefndar um íslenskt táknmál og fulltrúar málnefndarinnar,
Kristín Lena Þorvaldsdóttir forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra,
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands,
Hanna H. Leifsdóttir fyrir hönd skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar,
Kristrún Guðmundsdóttir skólastjóri Hlíðaskóla,
Guðrún Thorarensen leikskólastjóri Sólborgar og starfsmennirnir,
Margrét Stefánsdóttir formaður foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra,
Óskar H. Nielsson fulltrúi Menntamálastofnunnar.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira