Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2020 Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Matvælaráðuneytið

Málþing um mat á áhrifum lagasetningar

Forsætisráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið standa, þriðjudaginn 18. febrúar 2020, fyrir málþinginu Hvernig metum við áhrif laga? Aðferðafræði, verkaskipting og áskoranir.

Á málþinginu verður farið yfir fyrirkomulag mats á áhrifum lagasetningar hér á landi í samanburði við önnur lönd með sérfræðingum frá Bretlandi, Noregi og OECD. Í Bretlandi og Noregi hefur verið komið á fót sjálfstæðum nefndum sem hafa gæðaeftirlit með undirbúningsferli löggjafar. Fjallað verður um mat á mismunandi áhrifum eins og á fjármál hins opinbera, samkeppni, jafnrétti og atvinnulífið og hvernig megi samþætta rýni á ólíkum áhrifaþáttum.

Málþingið sem verður haldið á Hóteli Reykjavík Natúru að Nauthólsvegi 52 hefst kl. 9.00 með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og stendur til kl. 16.30.  

Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið.

Dagskrá

Fundarstjóri: Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis

9.00 - 9.15       Setningarávarp: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

9.15 - 10.45     Samspil stofnana við mat á áhrifum lagasetningar og tengsl við samráð

  • Páll Þórhallsson skrifstofustjóri, forsætisráðuneytinu
  • Hlynur Hreinsson hagfræðingur, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Kristin Johnsrud ráðgjafi, Regelrådet í Noregi
  • Philipp Aepler, aðstoðarframkvæmdastjóri Regulatory Policy Committee í Bretlandi

Umræður og viðbrögð:

  • Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis

10.45 - 11.00   Kaffihlé

11.00 - 12.30   Aðferðir við mat á áhrifum lagasetningar og hæfni til að standa undir kröfum

  • Guðrún Þorleifsdóttir skrifstofustjóri, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Stian Hervik Frantzen ráðgjafi, Regelrådet í Noregi
  • Andrew Hallett ráðgjafi, Regulatory Policy Committee í Bretlandi

Umræður og viðbrögð:

  • Víðir Smári Petersen lögmaður
  • Heimir Skarphéðinsson lögfræðingur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

12.30 - 13.30 Hádegisverður

13.30 - 15.00 Áhrif á mismunandi sviðum

  • Samkeppni á markaði: Ania Thiemann, sérfræðingur hjá OECD
  • Jafnrétti kynjanna: Herdís Sólborg Haraldsdóttir sérfræðingur, forsætisráðuneytinu
  • Fyrirtæki og atvinnulíf: Stian Hervik Frantzen, ráðgjafi, Regelrådet í Noregi,
  • Áhrif á smærri fyrirtæki: Daniel Weaver, hagfræðingur, Regulatory Policy Committee, Bretlandi

Umræður og viðbrögð:

  • Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
  • Pétur Reimarsson, verkfræðingur á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins

15.00 - 15.15   Kaffihlé

15.15 - 16.30   Áskoranir í nútíð og framtíð 

  • Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis
  • Kristin Johnsrud ráðgjafi, Regelrådet í Noregi
  • Philipp Aepler, aðstoðarframkvæmdastjóri Regulatory Policy Committee í Bretlandi

Umræður og viðbrögð:

  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
10. Aukinn jöfnuður
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum