Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2020 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt vegna framkvæmda 2019

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur greitt fjárfestingastuðning í nautgriparækt vegna framkvæmda á árinu 2019. Helmingur af samþykktri styrkupphæð var greiddur við upphaf framkvæmdar fyrr á árinu og síðari helmingur við skila á lokaskýrslu vegna framkvæmda á árinu 2019 (sbr. 25. gr. reglugerðar um stuðning við nautgriparækt nr. 1261/2018).

Upphaflega sóttu 149 aðilar um fjárfestingastuðning í nautgriparækt árið 2019 og af þeim fengu 131 aðilar greiddan stuðning. Til úthlutunar komu 204.701.200 kr. og skiptist það hlutfallslega jafnt niður á umsækjendur eftir ákvæðum reglugerðar.

 

Endanleg styrkupphæð nam tæpum 3,4% af útlögðum framkvæmdakostnaði sem umsækjendur sýndu fram og staðfestu með skilum á rafrænni lokaskýrslu. Árið 2018 var þetta hlutfall 4,3% og 7,6% árið 2017.

Af þeim 149 umsóknum sem fengu stuðning voru frumumsóknir 22 og framhaldsumsóknir 109. Fjöldi þeirra framhaldsumsókna sem fengu styrk í 3ja og síðasta sinn voru 77. Hæsti styrkur til umsækjanda vegna framkvæmdar á árunum 2017-2019 voru tæpar 40 mkr. vegna framkvæmdar með heildarkostnað uppá rúmar 288 mkr. eða um 14% af heildarframkvæmdakostnaði.

Umsækjendur geta nálgast yfirlit yfir greiðslurnar á rafrænu formi inni á Bændatorginu og í AFURÐ, greiðslukerfi landbúnaðarins.

 

Athygli er vakin á að heimilt er að veita stuðning við sömu framkvæmdir til allt að þriggja ára samfellt. Umsækjendur sem hafa hug á að nýta sér þessa heimild þurfa að leggja inn framhaldsumsókn fyrir árið 2020 á Bændatorginu.

 

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir, nýjar og framhaldsumsóknir, vegna framkvæmda 2020 á Bændatorginu og er skilafrestur umsókna til 31. mars nk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira